Grænn og basískur

Mér finnst gott að byrja daginn á einhverju vel grænu og fersku. Margir kannast við að fólk drekki vatn með sítrónu á morgnanna meðal annars til að koma kerfinu af stað en sítrónuvatn hefur einnig þau áhrif að hækka ph gildi vatnsins sem hefur góð áhrif á líkamann. Þessi drykkur gerir einmitt það sama auk þess inniheldur hann góð steinefnasölt og styrkjandi og næringarríka blaðgrænu sem eflir meðal annars lifrina við að skila út eiturefnum.

Svo er hann líka bara ofboðslega góður á bragðið.

Þú þarft:

  • 2 Handfylli grænt kál t.d. spínatkál, lífrænt spínat, grænkál eða blanda.

  • 1/2 gúrka

  • 1 stilkur sellerí

  • 1 epli

  • 1 sítróna, ef hún er lífræn er gott að hafa smá af hýðinu með.

  • Engifer bútur lítill lífrænn, eða eftir smekk

Aðferð:

  1. Skolið grænmetið og skerið í passlega bita fyrir djúsvélina.

  2. Rennið öllu í gegnum djúsvél/safapressu og njótið.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Salat með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og engifer-tahinidressingu

Next
Next

Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra