Grænt spírusalat með sætri tahini og miso dressingu
Spírusalat! Það er mögulega einfaldasta salat sem þú getur sett saman og á sama tíma kannski það næringarískasta…? Ég er mikið að vinna með það þessa dagana þar sem ég hef minni tíma til að eyða í eldhúsinu, plús það að ég bara elska það og líður svo vel á eftir.
Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu
Þetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.
Salat með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og engifer-tahinidressingu
Ég heyri alltof oft niðrandi orð um salat. Salat dettur inn í flokkinn “kanínufóður” eða einhverskonar megrunarkúr. Veganar borða bara salat heyrir maður stundum í þeim tón eins og það væri slæmt. Ég skal leiðrétta það að allir veganar borða ekki bara salat en það þyrfti þó ekki að vera slæmt að borða bara salat,… þ.e.a.s ef það er alvöru salat ;). Það súrealíska er að veganar eru þeir sem geta sjaldnast fengið alvöru salat á veitingastöðum. Vegan hamborgari er svona meiri klassík á vegan matseðlinum.
Grænn og basískur
Mér finnst gott að byrja daginn á einhverju vel grænu og fersku. Margir kannast við að fólk drekki vatn með sítrónu á morgnanna meðal annars til að koma kerfinu af stað en sítrónuvatn hefur einnig þau áhrif að hækka ph gildi vatnsins sem hefur góð áhrif á líkamann. Þessi drykkur gerir einmitt það sama auk þess að við fáum styrkjandi blaðgrænu sem eflir lifrina við að skila út eiturefnum og steinefnasölt og