Falafel skál með tahinisósu
Falafel eru saðsamar bollur úr kjúklingabaunum og hægt að bera þær fram á ótal vegu. Að mínu mati á alltaf að bera falafel fram með tahinisósu, þá fær maður ekta austurlenskan fíling. Hér höfum við einfalda útgáfu af falafel disk með tahinisósu.
Rjómapasta með pestó
Pestópasta er eitthvað sem var mikið á mínu heimili þegar ég var lítil. Svo þægilegt að skella bara grænu pestói útá pasta og málið dautt. Hér er pestó pastað gert enn meira djúsí með því að útbúa rjómalagaða pestósósu með hvítlauk. Lífrænu grænu ólífurnar setja svo punktinn yfir i-ið en þær gera að mínu mati bara allt betra.