Eftirréttir & annað sætt, Jól Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, Jól Hildur Ómarsdóttir

Lífrænir kókostoppar

Það fer að líða að jólum og ég er bara farin að hlakka svolítið til. Hér kemur ein fullkomin smákökuuppskrift fyrir jólin sem fer betur í kroppinn en margar aðrar. Það skemmir heldur ekki fyrir að þessar taka enga stund, innihalda fá innihaldsefni og þarf ekki að baka. Alvöru klístraðir kókostoppar með “súkkulaði”-botni. Meiriháttar góðir.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjum

Jólalegt brokkólísalat. Mögulega eru það trönuberin sem gera það jólalegt … og grænu liturinn í brokkólíinu. Rauðkál er líka svolítið hátíðlegt grænmeti er það ekki? Þetta er allavega einstaklega ferskt og fallegt salat með vott af hátíðlegu bragði sem passar ofboðslega vel með jólamatnum sem stundum getur verið þungur og saltur. Þetta salat er auðvitað gott allan ársins hring en einhvernegin höfum við verið að tengja það við jólin síðustu ár.

Read More
Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Sænskir lussekatter með saffran

Lussekatter, Lussebullar, Lúsíu bollur, Lúsíusnúðar, Lussisar…. þessir eiga allskonar nöfn en ég kynntist þeim sem Lussekatter. Þetta er sænskt sætabrauð sem hefð er að borða í desember en þar er haldin heilög Lúsía og eru “snúðarnir” kenndir við Lúsíu hátíðina. Þetta er sætt brauðbakelsi með ríku saffran bragði.

Read More