Ferskt og litríkt salat með appelsínu- & engiferdressingu
Náttúran skapar grænmeti í öllum regnbogans litum, hver litur inniheldur ólík næringarefni og er ágætt að reyna að borða sem flesta liti. Hér höfum við salat sem nær utan um alla litaflóruna og ég er ekki frá því að það bætist í gleðihormónin við það að borða þessa litadýrð.
Appelsínu- og súkkulaðihrákaka
Ég hef aldrei verið mikið fyrir þessar "klassískur" kökur og tertur en ég er veik fyrir hrákökum. Þær eru akkurat passlega sætar fyrir minn smekk og mér finnst fylgja því aukin nautn að borða köku sem uppfyllir alla sykurlöngunina en á sama tíma inniheldur lífræn gæða hráefni sem mér líður vel af.
Hér deili ég með ykkur hráköku með súkkulaði og appelsínubragði en ég fæ ekki nóg af þessari bragðsamasetningu. Það er kannski merki um að ég sé orðin fullorðin því sem barn fannst mér þetta vera svona fullorðinsbragð.
Hrákúlur með kakó og appelsínubragði
Ég er að sjá það núna að það er kannski rétt, ég var kannski sterk. Ég harkaði í gegnum þetta og kvartaði lítið, fannst það ekki þess virði þar sem ég var að fá annað tækifæri til að lifa, en allan þann tíma var það þetta survival mode sem keyrði mig áfram.