Grænt salat með ristuðum hnetum og sesamdressingu

Veganar borða bara salat… ?
Það er ekki alveg satt en ég viðurkenni að ég gæti bara vel lifað á salati, jú því samsetningarmöguleikarnir eru endalausir og mér líður alltaf vel eftir á. Hér erum við að tala um salat sem uppfyllir að mínu mati allar þær kröfur sem salat þarf að uppfylla. Mér finnst mikið atriði að það innihaldi hráefni með ólíka áferð, sé saðsamt og að jafnvægi sé á súru, söltu og fersku bragði. Gleymum því svo ekki að við borðum líka með augunum og það skemmir ekki þegar það er fallegt á litinn. Bragðmikil dressingin setur svo punktinn yfir i-ið.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna..

Þú þarft:

Salatið:

  • 1/4 rauðlaukur

  • 1 lítil rauðrófa

  • 2 lífræn epli

  • 50 gr hestlihnetur

  • 100 gr pekanhnetur

  • 1 gúrka

  • 2 avocado

  • ca 125 gr af blönduðu salati t.d frá Vaxa

  • Klassískt súrkál með kúmeni

Dressing:

  • 1/2 dl sesamolia

  • 1/2 dl ólífuolía

  • 1/4 dl sojasósa glúteinlaus

  • 2 msk safi úr lífrænni sítrónu

  • vænn engifer biti, eins og þykkur þumall

  • 1/2 kúluhvítlaukur (geiralaus hvítlaukur)

Aðferð:

  1. Ristið hneturnar á lágum hita á þurri pönnu í ca 1-2 mínútur.

  2. Skerið avocado, epli, gúrku og rauðlauk í þunnar sneiðar. Skrælið rauðrófuna og rífið niður með rifjárni (það er einnig hægt að nota grænmetisyddara eða svipaða græju til að rífa niður rauðrófuna og gúrkuna
    í spaghetti slöngur).

  3. Útbúið dessinguna með því að mixa öllu saman með t.d. töfrasprota eða lítinn blender.

  4. Berið fram á salatbeði, toppað með avocado, gúrku, eplaskífum, rauðlauk, rifinni rauðrófu, ristuðum hnetum, sesamdressingu og súrkáli.

Verði ykkur að góðu. Endilega deilið því með mér ef þið prófið.

Previous
Previous

Grænmeti í ofni með quinoasalati & heimagerðu pestó

Next
Next

Sætkartöflu- og hnetusúpa með indversku tvisti