Sætkartöflu- og hnetusúpa með indversku tvisti

Þessi súpa er í algjöru uppáhaldi á mínu heimili. Hún er bragðmikil og matmikil sem við elskum. Þetta er súpan sem flestir sem hafa komið í mat til mín hafa fengið að smakka.

Þú þarft:

  • olía

  • 1 laukur

  • 1 rauður chili

  • 1 kúluhvítlaukur (geiralaus)

  • 2 sætar kartöflur

  • 4 gulrætur

  • 2 papríkur

  • 6 cm engifer

  • 2 tsk papríkukrydd

  • 2 tsk malaður kóreander

  • 2 msk jurtakraftur

  • 1 lítri vatn

  • 2 kúptar msk hnetusmjör

  • 2 kúptar msk tikkamasala paste (nota Pataks)

  • 2 dósir kókosmjólk

  • salt

  • safi úr 1 lime

Topping:

  • Kóreander

  • Salthnetur

Aðferð:

Grænmeti skorið smátt og steikt í smá olíu ásamt hvítlauk, engifer og kryddum í potti. Þegar allt hefur blandast og laukurinn farinn að mýkjast er jurtakrafti, vatni og tikkamasala paste bætt útí. Þegar sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar er hnetusmjöri, kókosmjólk og limesafa bætt útí og látið malla.
Að lokum er súpan maukuð með töfrasprota eða í hitaþolnum blender. Saltið til og berið fram með kóreander og salthnetum.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Grænt salat með ristuðum hnetum og sesamdressingu

Next
Next

Jólaeftirrétturinn minn