Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Mjúkar glútenlausar piparkökumuffins

Í desember er mikill hátíðarspenningur og margir vilja gera vel við sig. Ég verð alltaf fyrir innblástri af jólabakstri í desember og set mér skemmtilegar áskoranir að setja hátíðargúmmelaði í aðeins næringarríkari búning. Piparkökumuffins var það sem ég fékk á heilann. Bakstur er algjör eðlisfræði og eftir nokkrar tilraunir þá öðlaðist ég enn meiri skilning á bakstri. Eplaedik og matarsódi gerir galdur hef ég komist að í vegan bakstri og hörfræ sjá svo sannarlega um hlutverk eggja.

Read More
Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Piparkökukúlur

Hvað er meira jóla en piparkökur? Hér erum við með hollar hrákúlur eða orkukúlur sem bragðast eins og piparkökur. Þessar toppa hefðbundnar piparkökur að mínu mati og mesti plúsinn er að þær gefa þér alvöru orku. Kanill, negull, malaður engifer og kardimommur eru kryddin sem galdra fram piparkökubragðið.

Read More