Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Ávaxtasafapinnar

Ég er farin að hlakka óendanlega mikið til sumarsins og ég lék mér með ljós sólarinnar við að mynda þessa sumarlegu, lífrænu og einföldu frostpinna. Á meðan erfitt er að finna náttúrulega frostpinna á markaðnum þá hef ég leikið mér að gera allskonar útgáfur heima. Stundum hefur einfaldleikinn unnið og þá hefur mér fundist brilliant að nota lífrænu Beutelsbacher safana. Hér erum við með ávaxtasafann frá þeim sem er svo ótrúlega góður og ég er ekki hissa að han

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Heit salatskál með svörtum hrísgrjónum og karrýsósu

Er það ekki ótrúlega skemmtilegt þegar það bætist við vöruúrvalið hérlendis af heilnæmum, lífrænum, óunnum vörum…”whole foods”! Er til íslenskt orð yfir “whole foods”?

Þegar ég bjó í Svíþjóð uppgötvaði ég svört hrísgrjón. Þau voru í boði sem grunnur fyrir salat skálar á ótrúlega flottum nútímalegum salatstað sem lagði mikið uppúr gæða hráefni. Eftir það var ekki aftur snúið, þetta eru hrísgrjón með karakter, þau eru grófari undir tönn en þessi hvítu og verða ekki klessugrjón. Þau eru ekki bara skemmtileg á litinn heldur leyna þau á sér hvað varðar næringu. Dökki liturinn sem einkenna þau stafar af andoxunaref

Read More
Eftirréttir & annað sætt, MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanil

Ég er yfirleitt þessi ofurskynsama týpa sem tekur sér langan tíma í að taka “stórar” ákvarðanir…. Ég hef svo sannarlega fengið hressliega áminningu um að lífið er núna og ég ákvað til tilbreytingar að vera frekar spontant (og mögulega óskynsöm, það á eftir að koma í ljós seinna) og keypti tæplega 30 ára gamlan húsbíl. Okkur hefur lengi dreymt um að ferðast um á “van” eða einhverskonar húsbíl um Svíþjóð svo þetta var ekki alveg útí bláinn hugmynd og vonandi fyrsta skrefið í að láta drauminn rætast. Húsbíll hefur þa

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Ofureinföld linsusúpa sem kemur öllum á óvart

Þetta er súpan / linsurétturinn sem við munum elda í ferðalaginu í sumar! Þú þarft einn pott og hráefnið er þurrvara plús laukur og sítrón sem þarf ekki að vera í kæli, fullkomið til að taka með í langferðalagið og elda á prímusnum svo skemmir ekki hvað hún er næringaþétt og börnin mín og maðurinn minn ELSKA hana! Þegar við höfum eldað hana hér heima höfum við oftast hrísgrjón sem er hittari hjá krökkunum. Hún er ekki bara einföld heldur líka ofboðslega fljótleg.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL Hildur Ómarsdóttir

Heimagerð möndlumjólk með kanil og vanillu

Hver er besta jurtamjólkin? Tegundirnar eru orðnar margar sem hægt er að kaupa útí búð sem er frábært og margar hverjar mjög góðar. Að mínu mati er þó engin sem toppar heimagerða möndlumjólk og ef þú hefur gert hana einu sinni er mjög líklegt að þú gerir hana aftur… og aftur.

Það besta við heimagerða möndlumjólk er að þú veist nákvæmlega hvað er í henni og þú getur bragðbætt hana eins og þú vilt.

Hér er ein með kanil, vanillu og döðlu til að sæta. Hún er æðisleg ein og sér, útá grautinn, í smoothieinn eða til að nota á over nigh oats.

Möndlurnar eru lagðar í bleyti yfir nótt og er það til að vekja þær, það gerir næringarefnin aðgengilegri og auðveldari í upptöku. Hýðið er síðan fjarlægt en við það verða möndlurnar auðmeltanlegri ásamt því að mjólkin fær þessa fallegu hvítu áferð. Það þarf ekki að fjarlægja hýðið og vissulega inniheldur það næringarefni en talað er um að það innihaldi einnig tannin sem getur dregið úr upptöku næringarefnanna og verða þær einnig tormeltanlegri. Fyrir litla kroppa myndi ég mæla með að fjarlægja hýðið og þá myndi ég segja að þetta sé hin fullkomna krílamjólk sem inniheldur kalk, magnesíum, kalíum og er fiturík en þó laus við alla mettaða fitu.

Read More