Gazpacho
Gazpacho er köld tómatsúpa sem gjarnan er borðuð á Spáni og Portúgal á heitum sumardögum. Ég verð vör við það að margir séu að spá í því í hvaða röð matur skal borðaður og þá helst í sambandi við blóðsykursstjórnun. Með þessari uppskrift langar mig að sá fræi inní þá umræðu þó með allt annan fókus. Gazpacho súpa er nefninlega frábær sem forréttur til að leggja grunn fyrir komandi máltíð, þá sérstaklega ef máltíðin er elduð.
Ferskt og hrátt grænmeti inniheldur trefjar og ensím sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna okkar og vítamínin eru í sinni upprunalegu mynd. Við eldun tapast náttúruleg ensím fæðunnar og göngum við þá á birgðir líkamans. Meltingaóþægindi geta gert vart við sig ef okkur skortir ensím.