Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Glútenlausar carob múffur

Ég var vön að baka súkkulaðibananabrauð eða muffins í hvert sinn sem ég átti brúna banana, við erum alveg húkt á því. En svo ákvað ég, útaf svolitlu, að taka út glútein og leggja áherslu á basíkst matarræði. Ég hef því meira notað carob uppá síðkastið í staðinn fyrir kakó þar sem carob er basískara…. og mér finnst það líka bara skemmtileg tilbreyting, það er náttúrulega sætt og æðislega gott. Ég nota það líka til að toppa smoothieskálar og krakkarnir eru sjúk í það. Ég fór þó að sakna þess að baka bananamúffur og borða með krökkunum svo ég ákvað að gera tilraunir til að gera glúteinslausar sykurlausar muffins og ég er bara nokkuð ánægð með útkomuna. Þær hafa horfið hratt hingað til á mínu heimili. Ég myndi ekki bera þessar muffins saman við dísætar sykraðar bakarísmuffins þar sem þetta eru bara annarskonar muffins, þær flokkast frekar sem skemmtilegt millimál og eru frábærar í nestisboxið.

Read More