NÝJUSTU UPPSKRIFTIR
Þessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt ALLS staðar. Ég vildi ekki gera ykkur það að deila jafn skemmtilegri uppskrift þegar hráefnið væri ófinnanlegt á landinu.
“Hún er geðveik mamma, þú verður að gera uppskrift af henni” voru orð sonar míns þegar hann fékk þessa með kvöldmatnum. Hefði ekki getað óskað mér betri viðbrögð enda eru börn bestu dómararnir. Hreinskilin og kröfuhörð.
Kasjúsostar urðu að hálfgerðu áhugamáli rétt fyrir jólin en ég hef verið að leika mér að gera stinna osta til að setja á ostabakkan. Mig langaði að útbúa uppskrift sem væri einföld úr einföldum hráefnum og ekki alltof tímafrek, eða kallaði á margra daga bið í gerjun. Það eru til svoleiðis ostar líka en ég þekki mig, ég er ekkert alltof mikið að skipuleggja langt fram í tímann og straxveikin er fljót að kikka inn ef mig langar í eitthvað.
NÝJAR GREINAR


Grænmetisæta frá fæðingu 🌱 Grænkeri 🌱
El upp tvo litla grænkera 👶 👶 🌱Uppskriftasmiður 🍲
Matarljósmyndun 📸
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að auglýsa á síðunni.
Follow me on Instagram!
Recipe inspiration & more!
Sign up with your email address to receive news and updates.