Ferskur salatdiskur með hummus og tahinisósu
Þessi salatdiskur á sér sögu í minni æsku. Við mamma köllum þetta tahini disk og var mamma vön að útbúa svona salatdisk fyrir mig af og til þegar við vorum tvær einar heima og ég elskaði það, þetta var svo mikill lúxus að fá svona mömmusalat. Það var í raun bara ferskt grænmeti (cellerí var algjört must!), salat og tahinisósa. Hér hef ég bætt við hummus til að gera diskinn enn saðsamari en það er í raun útfærslan sem varð til í fæðingarorlofi hjá mér. Hægt er að eiga niðurskorið grænmeti í boxi inní ísskáp og tilbúna dressingu og þá er þetta kærkomin máltíð á 2 mínútum fyrir foreldra í orlofi eða bara fyrir hvern þann sem vill einfalda sér lífið. Hér að neðan hef ég haft einfaldleikann að leiðarljósi og valið keyptan