Möndlu- og kókoskökur
Þessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt ALLS staðar. Ég vildi ekki gera ykkur það að deila jafn skemmtilegri uppskrift þegar hráefnið væri ófinnanlegt á landinu.
Lífrænir kókostoppar
Það fer að líða að jólum og ég er bara farin að hlakka svolítið til. Hér kemur ein fullkomin smákökuuppskrift fyrir jólin sem fer betur í kroppinn en margar aðrar. Það skemmir heldur ekki fyrir að þessar taka enga stund, innihalda fá innihaldsefni og þarf ekki að baka. Alvöru klístraðir kókostoppar með “súkkulaði”-botni. Meiriháttar góðir.