Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses), SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Sæt dressing með kóreander og myntu

Hvað gerir salat að alvöru salati? …. stutta svarið er Dressing! Góð Dressing! Þú getur notað sama hráefnið í salöt en gert þau gjörólík með ólíkum dressingum. Í mínum huga inniheldur hin fullkomna dressing súrt, biturt, salt og sætt bragð. Ef þú ert að prófa þig áfram í dressingum getur oft verið gott að hafa þessi brögð í huga við val á hráefni og finna það magn sem myndar jafnvægi milli þeirra.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Salat með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og engifer-tahinidressingu

Ég heyri alltof oft niðrandi orð um salat. Salat dettur inn í flokkinn “kanínufóður” eða einhverskonar megrunarkúr. Veganar borða bara salat heyrir maður stundum í þeim tón eins og það væri slæmt. Ég skal leiðrétta það að allir veganar borða ekki bara salat en það þyrfti þó ekki að vera slæmt að borða bara salat,… þ.e.a.s ef það er alvöru salat ;). Það súrealíska er að veganar eru þeir sem geta sjaldnast fengið alvöru salat á veitingastöðum. Vegan hamborgari er svona meiri klassík á vegan matseðlinum.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

MöndluMæjó

Þessa dagana hef ég mikið verið að borða salöt. Lykillinn að góðu salati er góð dressing, ég hef því mikið verið að prófa allskonar dressingar til að gera salötin skemmtileg og fjölbreytt. Ágæt þumalputtaregla í dressingu er að hafa fitugjafa og eitthvað súrt, sætt og salt…. og svo má hugamyndaflugið hlaupa af stað. Fitugjafinn þarf ekki endilega að vera olía heldur er hægt að leika sér með hnetur, möndlur, fræ eða lárperu. Ég var oft að gera allskonar sósur úr kasjúhnetum en þar sem möndlur eru basískari hafa þær aðeins verið að heilla mig meira en hnetur þessa dagana.

Read More