Sænskir lussekatter með saffran
Lussekatter, Lussebullar, Lúsíu bollur, Lúsíusnúðar, Lussisar…. þessir eiga allskonar nöfn en ég kynntist þeim sem Lussekatter. Þetta er sænskt sætabrauð sem hefð er að borða í desember en þar er haldin heilög Lúsía og eru “snúðarnir” kenndir við Lúsíu hátíðina. Þetta er sætt brauðbakelsi með ríku saffran bragði.