SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Lifandi guacamole

Ég er mikill súrkálsunnandi og var glöð að heyra að súrkálsúrvalið fer ört stækkandi í Krónunni. Ég fæ oft spurningar hvaða súrkál ég mæli með fyrir byrjendur og þar sem ég elska bara allt súrkál er ég sennilega ekki rétti aðilinn til að svara þessu en mögulega gæti þessi uppskrift komið til aðstoðar. Dagný sem rekur súrkál fyrir sælkera deildi um daginn með mér brilliant hugmynd að nýta súrkál sem sýrugjafann í guacamole. Ég prófaði það strax um kvöldið og vá það er alveg truflað! Bragðið er í raun bara ekta guacamole bragð en þú færð góðgerla sem bónus, sannkallað “lifandi gaucamole”. Ég notaði sítrónukálið ljúfa sem núna mun fást í verslunum Krónunnar.

Read More