Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Hnetusteikin okkar

Síðustu 35 jól eða öll þau jól sem ég hef haft aldur til að borða fasta fæðu höfum við fjölskyldan borðað hnetusteik á jólunum. Notabene alltaf sömu hnetusteikina, hnetusteikina sem gerð er úr hestlihnetum og sellerírót. Hnetusteikin sem er bragðljúf og mjúk undir tönn og í raun mjög ólík öllum þeim hnetusteikum á markaðnum. Hnetusteikin sem er undirbúin nokkurum dögum fyrir jól og lyktin af sellerírótarsoðinu er það sem kallar fram "það eru að koma JÓL" eftirvæntinguna. Það má því segja að hnetusteik á jólunum sé hefð, hefðin okkar.

Read More