Hratkex … fyrir alla þá sem spyrja mig að því hvað ég geri úr djúshratinu
“Hvað geriru við hratið?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ þessa dagana í gegnum instagram, í það minnsta í hvert sinn sem ég sýni frá söfunum mínum. Djúsvélina hef ég notað daglega síðan í desember og það er kannski kominn tími á að ég svari þessari spurningu almennilega …. og með uppskrift.
Ég djúsa það mikið að ég næ alls ekki að nýta allt hratið. Í byrjun þegar ég var að finna taktinn í að djúsa daglega fór það mesta í ruslið en svo hófust kextilraunir og þá var ekki aftur snúið. Hér deili ég með ykkur hrákexi eða hratkexi þar sem ég nýti djúshratið úr gulrótum. Kexið er frábært með hverskonar smuráleggi og getur einnig borðast sem snakk. Í takt við lifandi lífstíl fannst mér viðeigandi að bera það hér fram með guacamole og toppa með “lifandi” spírum!
Það má segja að spírur séu hið fullkomna skraut, skraut með alvöru tilgang! Skrau