GREINAR

Jólin mín
Eru það hefðir sem móta okkur eða erum það við sem sköpum hefðir? Matur er stór og mikill partur af jólunum og þegar fólk íhugar að mögulega verða vegan þá er ekki óalgengt að spurningin "Hvernig verða þá jólin?" poppi upp í hugann. Síðustu 34 jól eða öll þau ár sem ég hef haft aldur til að borða fasta fæðu höfum við fjölskyldan borðað hnetusteik á jólunum. Notabene alltaf sömu hnetusteikina, hnetusteikina sem gerð er úr hestlihnetum og sellerírót. Hnetusteikin sem líkist ekki neinni hnetusteik á markaðnum, sem er bragðljúf og mjúk undir tönn. Hnetusteikin sem er undirbúin nokkurum dögum fyrir jól og lyktin af sellerírótarsoðinu er það sem kallar fram "það eru að koma JÓL" eftirvæntinguna. Það má því segja að hnetusteik á jólunum sé hefð, hefðin okkar.