Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capers
Hér erum við með ótrúlega ferskan rauðrófuhummus með capers. Já eða baunahræru… tæknilega séð er þetta ekki hummus þar sem “hummus” þýðir “kjúklingabaunir” en hér nota ég hvítar cannellini baunir. Ég leyfi mér þó að kalla þessa baunahræru hummus þar sem það hljómar betur og þennan hvítbaunahummus má bera fram eins og hefðbundin hummus. Ég elska hvað rauðrófan gerir hann fallegan á litinn en tekur ekki yfir bragðið nema gefur skemmtilega sætan keim. Capersinn er svo aðeins meira áberandi í bragðinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að prófa sig áfram með hvítar baunir en þær eru mun mýkri en kjúklingabaunir svo þú þarf ekki að beita neinum trixum eða eiga flóknar græjur til að fá áferðina silkimjúka. Þessi fallega bleiki hummus passar æðislega vel með grænmetisstrimlum og steiktum tortillabútum/kexi eða bara útá pastaskrúfur ásamt salati og súrkáli…. eða bara eins og þú kýst að borða hummus.
Sykurlausar fluffy pönnukökur
Þessar eru fullkomnar í helgarbrunchinn. Mamma á eiginlega heiðurinn af þessari uppskrift og síðan hún varð til höfum við ekki gert aðra því hún er einfaldlega geggjuð. Mamma var búin að vera að prófa sig áfram í að búa til amerískar pönnukökur en flestar uppskriftirnar innihéldu sykur. Hún er amman sem vill heldur betur dekra við barnabörnin sín en á sama tíma tekur hún 100% þátt í því að sleppa sykri á borðum svo með fáeinum breytingum varð þessi uppskrift til. Rifin epli gefa frá sér sætt bragð þegar þau hitna sem gerir pönnukökurnar sætar en þú finnur þó ekki beint eplabragð… erfitt að útskýra svo þú verður einfaldlega bara að prófa! ;)
Aspasbrauðréttur
Brauðréttur sem er tilvalinn á veisluborðið eða bara í kvöldmatinn. Hægt er að græja fyllinguna deginum á undan se getur verið einstaklega þægilegt í veisluundirbúningi eða til að eiga tilbúna eftir annríkan vinnudag. Fyllinguna er einnig hægt að setja inní tartalettur sem við gerum alltaf um jólin.
Ostasalat
Ostasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll fjölskyldan saman, allir hennar 36 afkomendur, makar og tengdafjölskylda. Amma sjálf hefur alltaf verið þekkt fyrir að sýna ást sína í mat og enginn kemur í heimsókn til hennar nema fara þaðan pakksaddur. Afkomendurnir hafa svolítið erft þetta frá henni og var veislan því einhverskonar pálínuboð á sterum. Í síðustu viku ákvað ég að prófa mig áfram með vegan útgáfu af klassísku ostasalati og mér fannst það heppnast svo vel að það fékk að koma með í veisluna hennar ömmu.
Karrý tófúsalat
Ég fæ stundum spurningu um hvort sé í lagi að borða tófú “hrátt”. Ójá það er sko í góðu lagi og er það einmitt alveg tilvalið að nota í ýmis brauðsalöt. Það gerir salatinu fyllingu sem gerir það matmeira og auk þess próteinríkt. Hér er karrýtófúsalat sem ég geri aftur og aftur og mögulega á ég það til að tvöfalda uppskriftina. Salatið er tilvalið sem svona klassískt brauðsalat með brauði og kexi á veisluborði en er líka gott á sumarhlaðborðið með bökuðu kartöflunni eða á ristað brauðið sem fljótleg máltíð. Það er kannski einfaldara að segja bara að það sé gott með ÖLLU.
Hollar kókoskúlur
Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.
Hnetumolar með poppuðu quinoa
Hollari súkkulaðimolar sem er æðislegt að eiga í frystinum. Þessa mola hef ég gert reglulega frá árinu 2014 þegar ég kynntist poppuðu quinoa. Ég var þá að æfa ólympískar lyftingar útí Svþíþjóð og voru oft svona molar eða kókoskúlur með í lyftingatöskunni til að grípa í þegar orkan var að klárast.
Ávaxtasalat með döðlum, kókos & þeyttum hafrarjóma
Ávextir eru góðir einir og sér en þegar búið er að skera þá niður og blanda saman í skál verða þeir eitthvað extra góðir. Bætum svo við þeyttum hafrarjóma og við erum komin með fullkominn eftirrétt fyrir stóra og litla munna. Tilvalið á kósýkvöldi.
Klassískur hummus
Einn klassískur hummus eins og ég geri hann. Ég elska tahini og ég vil hafa MIKIÐ af ljósu tahini í mínum hummus
Heimagert pestó
Heimagert vegan pestó. Gott með öllu, á brauðið, á lasagneið, með pasta eða útá salat skálina.
Quinoa salat með grænáli og ólífum
Síðasta sumar fórum við í útilegu og vinkona mín tók með sér ferskt quinoa salat í nesti. Það var meira með asísku ívafi en þetta kveikti svo sannarlega á quinoasalats dellu hjá mér. Svo tókum við Ragnar núllstillingu í mattarræðinu og þetta quinoa salat með hvítlauks-sítrus dressingu, ólífum, grænkáli og döðlum varð algjört uppáhald. Hentar vel í útilegu nesti, sem má borða kallt og er æðislega bragðgott. Frábært líka til að kippa úr ísskápnum og hafa sem meðlæti við fljótlega máltíð. Einnig frábært að bæða við dós af nýrnabaunum útí og gera það enn matmeira.
Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp
Kex og ostar er eitthvað sem við þekkjum og tengjum jafnframt við kvöldstund þar sem gera á vel við sig eða hátíðlegri tilefni. Þótt þú gerist vegan þarf enginn lúxus að hverfa og auðveldlega hægt að útbúa fljótlegar ostakúlur sem gefa kúaostunum ekkert eftir. Kostirnir við að krydda ostinn sjálfur eru svo auðvitað að möguleikarnir eru endalausir.
Klassískur hummus í sparifötum
Miðausturlenska matargerð heillar mig örugglega mest af allri matargerð og hummus í morgunmat er eitthvað sem ég gæti vel tileinkað mér. Hér er ekta heimagerður hummus úr soðnum kjúklingabaunum með mikið af tahini því þannig Á hummus að vera að mínu mati.
Creamy nachos dipp
Creamy nachos dipp með oatly rjómaost, ótrúlega fersk og passar fáránlega vel með svörtu doritos.
Mexico platti
Tortilla vefjur, nachos og ferskt guacamole. Klassískt, gott og passar við öll tilefni.
Hátíðleg kex dýfa
Klárlega ein uppáhalds, ótrúlega einföld en á sama tíma hátíðleg! Fullkomin til að bjóða uppá í vinakvöldinu en getað græjað á nokkrum mínutúm eða til að hafa með á vegan ostabakkann.
Oatly perludipp
Sænsk oatly perlu dip! Fyrsta uppskriftin sem ég póstaði með þangperlum varð heldur betur vinsæl. Þangperlur er staðgengill kavíarperla og einnkennast margir hátíðarréttir Svíja af einmitt kavíarperlum en auðvelt að veganæsa með því að nota þangperlur í staðinn. Við höldum okkur við sænskt þema og notum elsku uppáhalds Oatly sýrða og Oatly rjómaostinn í þessa uppskrift. Ég fer sjaldan útúr búð án þeirra. Þangperlurnar hafa fengist í ikea en því miður hefur verið skortur á þeim í einhvern tíma. Ég held í vonina að einhver matvöruverslun fari að flytja þetta inn.
Ólífu- & pestósnúðar
Vegan ólífu- & pestósnúðar á korteri! Eftir fyrsta bitann sagði mamma: “Þetta eru nú bara bestu pizzasnúðar sem ég hef smakkað”…….. Og ég er sammála henni!! Bragðmiklir, mjúkir, djúsí og svo einfaldir.